Upphafið að samráði við almenning

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti samráðsfundinn.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti samráðsfundinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra seg­ir sam­ráð stjórn­valda við al­menn­ing bæði mik­il­vægt og nauðsyn­legt til að stjórn­völd hafi sem gleggsta mynd af áhrif­um sótt­varn­aráðstaf­ana á líf al­menn­ings.

Þetta sagði Svandís er hún setti sam­ráðsfund­inn Að lifa með veirunni sem stend­ur yfir á Hót­el Nordica. Sagði hún að fund­ur­inn í dag væri mik­il­væg­ur og markaði upp­haf að frek­ara sam­ráði sem hún byndi von­ir við að geti orðið mik­il­vægt leiðarljós í þeim verk­efn­um sem fram und­an eru.

„Það er mik­il­vægt að vita hvað er helst íþyngj­andi fyr­ir ein­staka hópa, hvernig það birt­ist og hvernig fólk sér fyr­ir sér vet­ur­inn í óbreyttu ástandi, hvort og hvað sé hægt að gera til að draga úr og lág­marka rösk­un á dag­legu lífi fólks.“ Það sam­ráð hæf­ist með þess­um fundi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir fylgjast með.
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Alma Möller land­lækn­ir fylgj­ast með. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Mik­il­vægt að sætta ólík sjón­ar­mið

Svandís sagði aðstæður ein­stak­linga ólík­ar og það væru hags­mun­ir sömu­leiðis. „Þær aðgerðir sem hef­ur þurft að grípa til koma ekki eins niður á öll­um og þetta skap­ar hættu á tog­streitu í sam­fé­lag­inu, spennu og mögu­legri óein­ingu ein­mitt þegar ríður mest á að við náum að standa sam­an.“ Því sé mik­il­vægt að við ger­um það sem hægt er til að sætta ólík sjón­ar­mið.

Helgi Björnsson er á svæðinu.
Helgi Björns­son er á svæðinu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Það er mjög skilj­an­legt að þau sem byggja af­komu sína á marg­vís­legri þjón­ust­u­starf­semi, en ekki síður á list­sköp­un og menn­ing­ar­starf­semi, séu ugg­andi um sinn hag. Það er líka vel skilj­an­legt að ungt fólk sem býr við skerta mögu­leika til náms og tóm­stunda eigi erfitt,“ sagði Svandís. Þá bæri einnig að nefna það fólk sem er viðkvæmt fyr­ir, fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, aldraða, fólk með fötl­un og þá sem þurfa í dag­legu lífi á umönn­un að halda. „Hér erum við líka að tala um fólk sem er í meiri hættu á að veikj­ast al­var­lega, smit­ist það af veirunni. [...] Þetta er fólk sem býr nán­ast við aðstæður eins og það væri í sótt­kví alltaf,“ sagði Svandís.

Kári Stefánsson í blaðamannastellingum.
Kári Stef­áns­son í blaðamanna­stell­ing­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sam­ráðs­fund­ur heil­brigðisráðherra fer nú fram á Hotel Nordica. Fund­ur­inn hófst klukk­an níu á ör­er­ind­um Guðrún­ar Johnsen hag­fræðings, Henry Al­ex­and­ers Henry­son­ar heim­spek­ings, Stein­unn­ar Gests­dótt­ur, aðstoðarrektors kennslu­mála og þró­un­ar hjá Há­skóla Íslands, og Unu Hild­ar­dótt­ur, for­seta Land­ssam­bands ung­menna­fé­laga. Ráðgert er að fund­in­um ljúki um klukk­an eitt, eft­ir pall­borðsum­ræður heil­brigðisráðherra og þríeyk­is al­manna­varna. Af sótt­varna­ástæðum er gesta­fjöldi tak­markaður en al­menn­ing­ur get­ur tekið þátt í fund­in­um í gegn­um heimasíðuna (eða appið) Sildo með kóðanum #65760.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka