Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi ríkisstjórnarinnar og þegar hún snæddi kvöldverð á Hótel Rangá síðastliðinn þriðjudag, en fjöldi smita á hótelinu sýnir hve skæð veiran er.
Þetta skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook, en hún og átta aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og smitgát vegna smita sem upp komu á Hótel Rangá.
„Sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með skýrum og fumlausum hætti en fjöldamargir eru nú ýmist á leið í sóttkví eða skimun samkvæmt vinnureglum heilbrigðisyfirvalda. Vona að öllum batni fljótt sem hafa nú greinst með smit og þetta fari allt vel.“
Eins og fram hefur komið þá hefur verið ákveðið að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari í tvöfalda skimun og viðhafi...
Posted by Katrín Jakobsdóttir on Friday, August 21, 2020