„Ég er bara farin heim til mín“

„Það þýðir til dæmis að ég er ekki að fara …
„Það þýðir til dæmis að ég er ekki að fara norður í land á morgun að opna veg, svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­stjórn­in fékk að vita í morg­un að stærst­ur hluti henn­ar teld­ist til ytri hrings hugs­an­legs smit­hóps í tengsl­um við Hót­el Rangá, þar sem rík­is­stjórn­in snæddi há­deg­is­verð síðastliðinn þriðju­dag.

Ríf­lega helm­ing­ur þeirra tíu smita sem greind­ust inn­an­lands í gær teng­ist hót­el­inu, en níu af ell­efu ráðherr­um þurfa að fara í tvö­falda sýna­töku og sæta smit­gát þess á milli.

„Þetta er semsagt verklag sem er viðhaft fyr­ir fram­línu­fólk. Þá er þetta bara þannig að við för­um í skimun, síðan för­um við í smit­gát sem felst í því að við hitt­um bara sem fæsta. Ég er bara far­in heim til mín núna. Og för­um svo í aðra skimun á mánu­dag,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

„Það þýðir til dæm­is að ég er ekki að fara norður í land á morg­un að opna veg, svo dæmi sé tekið,“ seg­ir Katrín. „Ég er búin að af­lýsa öllu og ég reikna nú með því að all­ir ráðherr­ar séu með hlaðna dag­skrá. Þetta er bara part­ur af pró­gramm­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert