Ríkisstjórnin í tvöfalda skimun og smitgát

Ríkisstjórnin átti sumarfund á Suðurlandi í vikunni.
Ríkisstjórnin átti sumarfund á Suðurlandi í vikunni. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ákveðið hef­ur verið að ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar fari í tvö­falda skimun og viðhafi smit­gát á milli eft­ir að nokk­ur kór­ónu­veiru­smit greind­ust í gær hjá ein­stak­ling­um sem dvöldu á Hót­el Rangá. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Rík­is­stjórn­in snæddi kvöld­verð á hót­el­inu þriðju­dag­inn 18. ág­úst og fer fyrri skimun fram síðar í dag og sú síðari á mánu­dag.

Ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar telj­ast til ytri hrings hins mögu­lega smit­hóps og eru því ekki hluti þess hóps sem aukn­ar lík­ur eru á að hafi verið út­sett­ur fyr­ir smiti. Tveir ráðherr­ar snæddu ekki á Hót­el Rangá, heil­brigðis- og fé­lags­málaráðherra, og þurfa því ekki að und­ir­gang­ast ráðstaf­an­irn­ar.

Ráðstaf­an­ir sótt­varna­yf­ir­valda í kjöl­far at­hug­un­ar smitrakn­ing­ar­t­eym­is skipta þeim sem höfðu viðkomu á Hót­el Rangá í þrjá hópa. Fyrsti hóp­ur­inn er sá sem er lík­leg­ast­ur til að hafa verið út­sett­ur fyr­ir smiti og hef­ur í dag 14 daga sótt­kví. Ann­ar hóp­ur­inn er tal­inn minna lík­leg­ur til að hafa verið út­sett­ur fyr­ir smiti og fer í eina skimun og viðhef­ur úr­vinnslu­sótt­kví þar til niðurstaða úr skimun berst. Þriðji hóp­ur­inn, sem rík­is­stjórn­in til­heyr­ir og er sömu­leiðis minna út­sett­ur fyr­ir smit­um, fer í tvö­falda skimun og viðhef­ur smit­gát á milli, sem er sú aðferð sem notuð hef­ur verið fyr­ir heil­brigðis­starfs­fólk, lög­reglu­fólk, fram­línu­fólk í orku­fyr­ir­tækj­um og lyk­il­starfs­fólk hjá fjöl­miðlum og í stjórn­kerf­inu.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert