Svartsýnni spá en fyrir viku

Fimm þeirra vísindamanna sem koma að gerð spálíkansins. Því er …
Fimm þeirra vísindamanna sem koma að gerð spálíkansins. Því er spáð að faraldurinn sé á hægri niðurleið hérlendis, en spáin er þó svartsýnni en fyrir viku. mbl.is/Arnþór

Ný spá um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi næstu vikur er heldur svartsýnni en síðasta spá sem birtist fyrir viku. Þannig er gert ráð fyrir að helmingslíkur séu á að fjöldi virkra smita á dag verði á bilinu 2-6, en til samanburðar var gert ráð fyrir helmingslíkum á 1-4 smitum í spánni fyrir viku. 

Samkvæmt spánni, sem nær til næstu þriggja vikna, er gert ráð fyrir að smit haldi áfram að greinast allan þann tíma, en fari fækkandi hægt og bítandi, rétt eins og spáð var síðast.

Í samtali við mbl.is segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði og ábyrgðarmaður líkansins, að þau tíu smit sem greindust í gær hafi haft áhrif á líkanið, enda tilkynnt um þau stuttu fyrir birtingu. Hann segir þó að enn sé gert ráð fyrir að faraldurinn sé á hægri niðurleið hér á landi.

Hér má sjá spá fyr­ir þróun inn­lendra dag­legra smita (að …
Hér má sjá spá fyr­ir þróun inn­lendra dag­legra smita (að ofan) og upp­safnaðra inn­lendra smita (að neðan). Dekksta grafið sýn­ir 50% spá­bil, næst­dekksta 60%, því næst 70%, 80%, 90% og 95%. Graf/HÍ

Spálíkani, sem rannsóknarteymi vísindamanna við HÍ, embætti Landlæknis og Landspítala hefur þróað, er beitt á fyrirliggjandi gögn um veiruna til að reyna að meta þróun faraldursins. Sett eru fram nokkur spábil, sem gefa líkur á því fjöldi nýrra tilfella verði innan tiltekinna marka. Þannig sýnir dekksta svæðið á grafinu hér að neðan 50% spábil. Af því má ráða að hvern dag sem spálíkanið nær til eru yfir helmingslíkur á að hér greinist nýtt innanlandssmit þótt þróunin sé niður á við. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert