Tjaldsvæðinu verður lokað í dag

Tjaldsvæðinu hefur aldrei verið lokað eins snemma árs.
Tjaldsvæðinu hefur aldrei verið lokað eins snemma árs. Ljósmynd/Akureyrarbær

Ákveðið hefur verið að loka tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri frá og með deginum í dag. Aldrei hefur tjaldsvæðinu verið lokað eins snemma árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

Þótt svæðinu við Þórunnarstræti verði lokað gefst ferðalöngum áfram tækifæri til að gista á tjaldsvæði fyrir norðan. Áfram er opið á tjaldsvæðinu að Hömrum á Akureyri og verður full þjónusta veitt þar.

Síðustu ár hefur tjaldsvæðið við Þórunnarstræti lokað um miðjan september. Hefur talsverð ásókn verið í svæðið á þessum tíma. Þeir sem komið hafa á þessum tíma hafa flestir verið erlendir ferðamenn.

Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu var ákveðið að bregðast við og loka, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert