Snúa þurfti við flugvél Air Iceland Connect sem var í áætlunarflugi frá Reykjavík til Ísafjarðar í gær eftir að flugvél magalenti á Ísafjarðarflugvelli.
Vélin var komin tæplega hálfa leið þegar hún þurfti að snúa við, að sögn Arnórs Magnússonar, umdæmisstjóra Isavia á Ísafjarðarflugvelli.
Þjóðverji stýrði vélinni sem magalenti og gekk hann frá borði ómeiddur. Flugvélin var fjarlægð af vellinum í gærkvöldi.