Ráðherrarnir ekki smitaðir

Ríkisstjórn Íslands ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Allir ráðherrarnir …
Ríkisstjórn Íslands ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Allir ráðherrarnir fóru í skimun nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra. mbl.is/​Hari

Niðurstöður úr síðari skimun ráðherra vegna kórónuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, utan félagsmála- og heilbrigðisráðherra, voru skimaðir í tvígang á síðustu dögum og viðhöfðu smitgát á milli. Þrír starfsmenn stjórnarráðsins sem fylgdu ríkisstjórninni reyndust einnig neikvæðir í báðum skimununum.

Meðan á rík­is­stjórn­ar­fundi stóð föstu­dag­inn síðastliðinn bár­ust þær frétt­ir að all­ir ráðherr­ar sem tóku þátt í vinnufundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Suður­landi 18. og 19. ág­úst þyrftu að fara í tvö­falda sýna­töku og viðhafa smit­gát á milli eft­ir að hafa snætt á Hót­el Rangá þar sem smit hafði komið upp hjá starfsmanni hótelsins.

Heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra snæddu ekki á Hótel Rangá og þurftu því ekki að fara í sýnatöku. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert