Niðurstöður úr síðari skimun ráðherra vegna kórónuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, utan félagsmála- og heilbrigðisráðherra, voru skimaðir í tvígang á síðustu dögum og viðhöfðu smitgát á milli. Þrír starfsmenn stjórnarráðsins sem fylgdu ríkisstjórninni reyndust einnig neikvæðir í báðum skimununum.
Meðan á ríkisstjórnarfundi stóð föstudaginn síðastliðinn bárust þær fréttir að allir ráðherrar sem tóku þátt í vinnufundi ríkisstjórnarinnar á Suðurlandi 18. og 19. ágúst þyrftu að fara í tvöfalda sýnatöku og viðhafa smitgát á milli eftir að hafa snætt á Hótel Rangá þar sem smit hafði komið upp hjá starfsmanni hótelsins.
Heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra snæddu ekki á Hótel Rangá og þurftu því ekki að fara í sýnatöku.
Fréttin hefur verið uppfærð