„Er gáttaður á þessu“

Skemmdarverkið virðist hafa verið alveg tilhæfulaust.
Skemmdarverkið virðist hafa verið alveg tilhæfulaust. Ljósmynd/Aðsend

Skemmd­ir urðu á bíl nem­anda við Há­skóla Íslands í morg­un eft­ir að langri spýtu, sem notuð er til að girða bíla­stæði skól­ans af, var tyllt ofan á húdd bíls­ins. Við það kom mik­il dæld í bíl­inn en spýt­unni er haldið uppi af tveim­ur steypuklump­um og hef­ur þyngd þeirra vænt­an­lega or­sakað skemmd­ina. Eng­inn hef­ur enn gefið sig fram við eig­anda bíls­ins en óskað var eft­ir vitn­um á face­booksíðu Há­skóla Íslands í dag. 

 „Kostnaður­inn lend­ir á mér“

„Ég er enn gáttaður á þessu. Svo virðist sem ein­hver hafi bara ákveðið að lyfta spýt­unni upp á húddið á bíln­um." Þetta seg­ir Brynj­ar Atli Braga­son, eig­andi bíls­ins og nemi við HÍ, í sam­tali við mbl.is. Líkt og sjá má á mynd­inni að neðan er húdd bíls­ins mikið skemmt. „Kostnaður­inn lend­ir all­ur á mér ef eng­inn gef­ur sig fram,“ seg­ir Brynj­ar en eng­ar ör­ygg­is­mynda­vél­ar eru á svæðinu.

Brynj­ar biðlar til skemmd­ar­vargs­ins að gefa sig fram. Bæði þeir sem ábyrgð bera á skemmd­ar­verk­inu og þeir sem kunna að hafa orðið vitni að því geta haft sam­band við Brynj­ar Atla í síma 788-3230.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert