Forstjórinn bauð dómsmálaráðherra far

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki var um auka­kostnað, aukna fyr­ir­höfn né skerta viðbragðsgetu að ræða þegar þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flutti Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­málaráðherra úr hesta­ferð á Suður­landi síðasta fimmtu­dag á fund og aft­ur til baka.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar vegna máls­ins en Stund­in greindi frá þyrlu­flutn­ingi ráðherra í gær.

„Miðviku­dag­inn 19. ág­úst fékk Land­helg­is­gæsl­an upp­lýs­ing­ar frá  jarðvís­inda­mönn­um um að kanna þyrfti hvort hlaup hefði orðið í Svar­tá við Lang­jök­ul. Óskað var eft­ir því að Land­helg­is­gæsl­an færi og kannaði svæðið en það reynd­ist ekki unnt vegna skýja­fars yfir jökl­in­um á miðviku­degi. Var þá ákveðið að flugið yrði á fimmtu­degi. Í aðdrag­and­an­um hafði Land­helg­is­gæsl­an flogið með sér­fræðinga vegna hugs­an­legra um­brota í Vatna­jökli og all­ar lík­ur á að áfram­hald yrði á,“ seg­ir í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar vegna máls­ins.

Ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Ein af þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Þar seg­ir enn frem­ur að í sím­tali for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar og dóms­málaráðherra hafi málið borið á góma og að um væri að ræða all­nokk­ur flug vegna jarðhrær­inga og hugs­an­legra elds­um­brota.

„Bauð for­stjór­inn dóms­málaráðherra ferð með þyrlunni enda lá fyr­ir að áhöfn­in þyrfti að sinna um­ræddu verk­efni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Ekki var um auka­kostnað né aukna fyr­ir­höfn eða skerta viðbragðsgetu að ræða þar sem þyrl­an var full­mönnuð til út­kalls.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður VG, gagn­rýn­ir á Face­book ákvörðun Áslaug­ar Örnu um að fá far með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. „Eitt er að starfs­menn og for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar sjái ekki eitt­hvað at­huga­vert við að bjóða dóms­málaráðherra skutl fram og til­baka í reiðtúr, en að ráðherra finn­ist það full­kom­lega eðli­legt er grafal­var­legt. Fyr­ir­gefið þið en mér finnst þetta vera óboðlegt bruðl með ör­ygg­is­tæki al­menn­ings og með al­manna­fé,“ skrif­ar Rósa Björk í op­inni færslu á Face­book í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert