Safna undirskriftum gegn sóttkví

Mynd úr safni af komufarþegum í Leifsstöð.
Mynd úr safni af komufarþegum í Leifsstöð. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hann­es Lofts­son, formaður Frjáls­hyggju­fé­lags­ins, er ábyrgðarmaður und­ir­skriftal­ista gegn sótt­kví allra þeirra sem koma hingað til lands. Und­ir­skrifta­söfn­un­in fór af stað fyrr í dag og hafa 100 und­ir­skrift­ir safn­ast þegar þetta er skrifað.

„Við und­ir­rituð mót­mæl­um þeirri ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar að setja alla sem til Íslands koma í sótt­kví og viðbót­ar­skimun, burt­séð frá því hvort fólk er smitað eða ekki,“ seg­ir í rök­stuðningi með und­ir­skrifta­söfn­un­inni.

Jó­hann­es setti inn færslu um söfn­un­ina á Face­book-hóp­inn Bak­land ferðaþjón­ust­unn­ar í dag og er hún þar mjög um­deild. Ýmist styður fólk mál­flutn­ing Jó­hann­es­ar eða hafn­ar hon­um al­gjör­lega og seg­ir að sótt­varna­sjón­ar­mið eigi að ráða ferðinni.

Aðgerðirn­ar miða að því að færri smit kom­ist í gegn

Fyrr í ág­úst var regl­um á landa­mær­um breytt með þeim hætti að all­ir sem hingað koma þurfa að fara í tvær skiman­ir fyr­ir kór­ónu­veirunni með nokk­urra daga sótt­kví á milli. Var þetta gert í þeim til­gangi að fækka smit­um sem ber­ast hingað til lands. 

Jó­hann­es tel­ur að seinni skimun muni bera lít­inn ár­ang­ur en valda óá­sætt­an­leg­um skaða.

„Aðgerðin mun or­saka at­vinnu­leysi tugþúsunda Íslend­inga með til­heyr­andi efna­hags­leg­um ham­förum af manna­völd­um. Við krefj­umst því þess að yf­ir­völd falli frá þess­ari skaðlegu stefnu og beiti aðeins sótt­varnaaðgerðum sem hægt er að viðhalda til langs tíma án þess að valda óbæt­an­legu sam­fé­lagstjóni,“ seg­ir í texta sem und­ir­skrifta­söfn­un­inni fylg­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert