Ellefu heim vegna gruns um smit

Grunur hefur vaknað um smit í Melaskóla.
Grunur hefur vaknað um smit í Melaskóla. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Nokkr­ir starfs­menn Mela­skóla hafa verið send­ir heim eft­ir að grun­ur vaknaði um smit inn­an veggja skól­ans, þar sem maki starfs­manns skól­ans greind­ist með veiruna. 

„Við bíðum bara fregna, ein­hverj­ir gætu þurft að vera á morg­un en það er ekki víst,“ seg­ir Björg­vin Þór Þór­halls­son, skóla­stjóri Mela­skóla. Starfsmaður­inn hef­ur þegar farið í skimun og er niðurstaðna að vænta í kvöld eða á morg­un. 

„Nokkr­ir fóru heim eft­ir að þetta kom upp og síðan bað ég nokkra með und­ir­liggj­andi veik­indi að vera heima. Við bíðum bara fregna,“ seg­ir Björg­vin en RÚV greindi fyrst frá mál­inu. 

Ell­efu manns hafa sam­tals farið heim vegna smits­ins, nokkr­ir sem til­heyra áhættu­hópi og nokkr­ir sem höfðu verið í ná­vígi við starfs­mann­inn, að sögn Björg­vins. Gripið hef­ur verið til auk­inna sótt­varn­aráðstaf­ana vegna smits­ins; hús­næði skól­ans hef­ur verið hólfað niður og reynt er að tak­marka sam­neyti starfs­manna. 

„Íþrótta­kennsl­an og sund­kennsl­an er kannski í vissu upp­námi þar sem íþrótta­kenn­ar­arn­ir starfa dá­lítið mikið sam­an, svo það þarf mögu­lega að halda þeim áfram heima. En það kem­ur í ljós hvort þetta mun hafa frek­ari af­leiðing­ar,“ seg­ir Björg­vin. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert