Íslendingar öruggir um bóluefni

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. mbl.is/Árni Sæberg

Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, staðgeng­ill sótt­varna­lækn­is, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að Íslend­ing­ar séu með góð sam­bönd þegar kem­ur að kaup­um á bólu­efn­um við kór­ónu­veirunni. Hún seg­ir erfitt að spá fyr­ir um það ná­kvæm­lega hvenær bólu­efni fái markaðsleyfi í Evr­ópu, og þar með á Íslandi. Útlitið sé þó bjart­ara en talið var í fyrstu. Nokk­ur bólu­efni eru þegar kom­in á loka­stig próf­ana og seg­ir Kamilla að hún sé vongóð um að ár­ang­ur ná­ist fljótt.

Aðgengi gott í krafti sam­starfs

„Við erum aðilar að for­kaups­rétt­ar­samn­ingi við Dani og höf­um gert aðra samn­inga um kaup á heims­far­ald­urs­bólu­efni við önn­ur lönd á Norður­lönd­un­um. Hin Norður­lönd­in hafa svipaða áherslu og við þegar kem­ur að far­alds­fræði og þess vegna er gott að vera í sam­starfi við þau.“

Kamilla seg­ir að Ísland hafi ekki tekið þátt í rann­sókn­ar­sam­starfi eða þróun bólu­efn­is gegn kór­ónu­veirunni með bein­um hætti. Íslenska ríkið tók samt þátt með óbein­um hætti þegar það varði hálf­um millj­arði ís­lenskra króna í alþjóðlegt rann­sókn­ar­sam­starf um bólu­efni gegn far­sótt­um, eins og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra til­kynnti í byrj­un júní.

Kamilla seg­ir jafn­framt að þrátt fyr­ir að út­litið sé bjart hafi enn ekk­ert bólu­efni hlotið markaðsleyfi. Strang­ar regl­ur gilda um það hvenær bólu­efni fá markaðsleyfi og tek­ur það jafn­an fleiri ár. Hún seg­ir þó lík­legt að ein­hvers kon­ar flýtimeðferð verði beitt af hálfu evr­ópsku lyfja­stofn­un­ar­inn­ar, vegna þess hve þungt kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur lagst á heims­byggðina.

„Markaðsleyfið mun að öll­um lík­ind­um hljóta ein­hvers kon­ar flýtimeðferð hjá evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni en samt sem áður verður að fara var­lega. Ganga þarf úr skugga um hvort mót­efni sem tekst að þróa nái í raun og veru að verja bólu­setta fyr­ir veirunni og hvort ein­hverj­ar auka­verk­an­ir séu af lyf­inu og hversu mikl­ar þær eru. Þetta geng­ur vel en það er gríðarlega vara­samt að setja lyf á markað sem ekki hef­ur verið prófað nægi­lega.“

Veir­an enn jafn ban­væn

Spurð hvort dán­artíðni vegna veirunn­ar fari lækk­andi svar­ar Kamilla því ját­andi. „Eitt­hvað höf­um við séð um að dán­artíðni fari lækk­andi en það þýðir ekki að veir­an sé minna ban­væn. Lík­lega er það vegna þess að yngra fólk hef­ur verið að smit­ast í mun meira mæli und­an­farið og þess vegna sé minna um dauðsföll. Minna er af und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­um hjá ungu fólki og því er lík­legra að þeir sjúk­ling­ar nái sér hraðar og oft­ar.“

Kamilla seg­ir enn frem­ur að heil­brigðis­kerfi landa heims­ins séu orðin betri í að mæta þeim áskor­un­um sem upp koma vegna kór­ónu­veirunn­ar.

„Lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar á gjör­gæsl­um spít­ala hafa nú meiri reynslu, þekk­ingu og svig­rúm til þess að vinna bug á veirunni. Við sáum það í upp­hafi far­ald­urs­ins á Spáni og sér­stak­lega Ítal­íu að starfs­menn sjúkra­húsa þurftu ein­fald­lega að velja og hafna hver fengi inni á gjör­gæslu og hver ekki. Fólk var þannig með óbein­um hætti að velja hverj­ir dæju og hverj­ir kæm­ust lífs af. Við erum bara eðli­lega bet­ur í stakk búin til þess að tak­ast á við veik­indi fólks vegna COVID-19 en við vor­um í fyrstu. Þá deyja auðvitað færri sem bet­ur fer.“

Beri grím­ur í of mik­illi nánd

Ný aug­lýs­ing heil­brigðisráðherra var birt í gær en hún kveður m.a. á um að skólastarf sé heim­ilt í öll­um bygg­ing­um fram­halds­skóla að því til­skildu að nem­end­ur og starfs­fólk geti haft minnst eins metra fjar­lægð sín á milli. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að fram­fylgja nánd­ar­reglu skal nota and­lits­grímu sem hyl­ur munn og nef.

Leik­skól­um er heim­ilt að halda uppi skóla­starfi í skóla­bygg­ing­um að þeim skil­yrðum upp­fyllt­um að starfs­fólk sem á er­indi inn í bygg­ing­ar gæti að minnst eins metra ná­lægðar­tak­mörk­un sín á milli án þess að and­lits­grím­ur séu notaðar.

Fimm kór­ónu­veiru­smit greind­ust á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans á mánu­dag. Fjög­ur smit greind­ust við landa­mær­in en mót­efna­mæl­ing­ar er beðið í þeim öll­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert