Sex kórónuveirusmit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Þrjú smit greindust við landamærin en beðið er mótefnamælingar hjá þeim öllum.
Þetta kemur fram á covid.is. Fjórir af sex sem greindust voru í sóttkví.
Alls eru 115 í einangrun, einn á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu. 990 eru í sóttkví.
Af fjórum smitum við landamærin í fyrradag var eitt virkt en hin með mótefni.
800 sýni voru tekin hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, 71 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 1.979 við landamærin.