Baráttunni er hvergi nærri lokið

Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið en hún vonar að þjóðinni muni takast að vinna hratt til baka það sem hefur tapast í faraldrinum.

Þetta kom fram í munnlegri skýrslu hennar á Alþingi vegna veirunnar.

Hún sagði að frá upphafi faraldursins hafi leiðarljós stjórnvalda verið að forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar og að lágmarka samfélagsleg- og efnahagsleg áhrif hans.

Lögð hafi verið áhersla á að halda skólum opnum, verja störf, skapa störf, tryggja afkomu og ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar.

Katrín sagði ljóst að sóttvarnaráhrif hafi áhrif á borgaraleg réttindi landsmanna en telur að nokkuð góð samstaða hafi verið um meginmarkmið ríkisstjórnarinnar til að takast á við faraldurinn.

Hún nefndi að þær ferðatakmarkanir sem hafa verið ákveðnar hérlendis ráði ekki einungis fjölda ferðamanna hingað til lands heldur einnig ferðatakmarkanir erlendra ríkja og það að ferðavilji fólks hefur dregist saman. Útlit er fyrir að þeim sem ferðast á milli landa í heiminum fækki um rúman milljarð á þessu ári, sagði hún.

Vinna þarf áfram að greiningum á hagrænum áhrifum af síðustu ákvörðun stjórnvalda varðandi takmarkanir á landamærum.

„Það er ekki ofsögum sagt að við við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði hún er hún ræddi samdráttinn í heiminum vegna veirunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert