Úflutningur vöru og þjónustu hefur dregist saman um rúman þriðjung síðan í fyrra, af því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Á öðrum fjórðungi ársins nam útflutningur 215,6 milljörðum króna en í fyrra nam hann 329 milljörðum króna, svo samdráttur nam 113,5 milljörðum króna.
Innflutningur vöru og þjonustu nam 221 mö.kr. á öðrum ársfjórðungi í samanburði við 320,2 ma.kr. á sama tímabili í fyrra og varð því 99,3 ma.kr. samdráttur á árinu, eða um 31%. Í ljósi þessa nam halli af vöru- og þjónustuviðskiptum 5,4 mö.kr. en á sama tíma í fyrra var afgangur upp á 8,8 ma.kr.
Í Hagsjánni segir þó að um varnarsigur sé að ræða þrátt fyrir að útflutningur hafi dregist saman milli ára vegna faraldursins, þar sem samdráttur innflutnings samtímis hafi dregið verulega úr neikvæðum áhrifum faraldursins á utanríkisviðskiptin á ársfjórðungnum.