„Afar ósennilegt“ að eignir standi undir kröfum

Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Árni Sæberg

Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur afar ósenni­legt að eign­ir sem Icelanda­ir gæti lagt að veði fyr­ir láni með rík­is­ábyrgð gætu staðið und­ir kröf­um ef fé­lagið væri ófært um að greiða lánið til baka. Skúli Eggert Þórðar­son rík­is­end­ur­skoðandi tel­ur ljóst að óvissuþætt­ir séu fyr­ir hendi í mál­inu.

„Helsta álita­málið er hvernig trygg­ing­um fyr­ir end­ur­heimtu rík­is­ábyrgðar skuli háttað. Frum­varpið er fá­ort um þetta en ljóst má vera að veðhæfi fé­lags­ins er orðið þannig að lítið er um hefðbund­in veð sem unnt væri að setja til trygg­ing­ar láni nema þá að vera aft­ar­lega í veðröð,“ seg­ir í um­sögn stofn­un­ar­inn­ar við frum­varpi fjár­málaráðherra um að rík­is­ábyrgð verði veitt á tæp­lega 15 millj­arða króna láni til flug­fé­lags­ins.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Skúli Eggert Þórðar­son rík­is­end­ur­skoðandi. mbl.is/​Eggert

Mögu­leiki að ríkið eign­ist hlut í fé­lag­inu í staðinn

Í frum­varp­inu seg­ir að komi til gjaldþrots Icelanda­ir jafn­vel þó að lánið verði veitt nemi fjár­hags­leg áhætta rík­is­sjóðs þess­um 15 millj­örðum króna. „Verði sú raun­in munu til­tekn­ar eign­ir fé­lags­ins, þ.m.t. vörumerki, bók­un­ar­kerfi og eft­ir at­vik­um lend­ing­ar­heim­ild­ir, hins veg­ar renna til rík­is­sjóðs,“ seg­ir í frum­varp­inu.

Í um­sögn Rík­is­end­ur­skoðunar seg­ir að í staðinn fyr­ir að fé­lagið leggi ein­hverj­ar eign­ir að veði fyr­ir lán­inu, sem síðan rynnu til rík­is­ins ef fé­lagið færi í gjaldþrot, sé mögu­leiki í stöðunni að rík­is­sjóður eignaðist frek­ar hlut í fé­lag­inu. Jafn­vel komi til greina að ríkið „hrein­lega tæki rekst­ur [fé­lags­ins] yfir með það fyr­ir aug­um að finna síðar mögu­lega eig­end­ur. Þetta eru á hinn bóg­inn ákv­arðanir sem byggj­ast á stjórn­mála­leg­um for­send­um sem um­sögn þessi nær ekki til og rík­is­end­ur­skoðandi tek­ur ekki af­stöðu til“.

Óvíst hvort sviðsmynd­ir fé­lags­ins séu raun­hæf­ar

Að lok­um seg­ir Rík­is­end­ur­skoðun einnig að ástæða sé til að velta fyr­ir sér hvort þær sviðsmynd­ir sem stjórn­end­ur fé­lags­ins hafa sett upp og byggt áætlan­ir sín­ar á séu raun­hæf­ar. „Á það er úti­lokað að leggja mat nema með ít­ar­legri út­tekt sér­fróðra aðila og þá væri raun­ar al­veg óvíst að eitt­hvað nýtt myndi koma fram. Þannig get­ur Rík­is­end­ur­skoðun ekki lagt mat á það atriði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert