Þrír smitaðir: Seinni skimun „bráðnauðsynleg“

„Þetta er þrisvar sinnum meira en við bjuggumst við,“ segir …
„Þetta er þrisvar sinnum meira en við bjuggumst við,“ segir Kári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír hafa greinst smitaðir af kór­ónu­veirunni í seinni skimun síðan regl­ur um tvö­falda skimun og fimm daga sótt­kví á milli tók gildi á landa­mær­un­um fyr­ir um 10 dög­um. Eins og gef­ur að skilja er þó ein­ung­is búið að skima þá sem komu hingað til lands fyr­ir meira en fimm dög­um. Þetta seg­ir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, í sam­tali við mbl.is en RÚV greindi frá því í gær að eng­inn hefði greinst smitaður í seinni skimun. 

„Þetta er þris­var sinn­um meira en við bjugg­umst við. Við miðuðum við þá 8.000 sem höfðu verið skimaðir í seinni skimun og voru bú­sett­ir á Íslandi. Þar fund­um við tvo já­kvæða, að vísu með mjög mikla veiru og því mjög smit­andi. Þeir hefðu hvor um sig getað komið af stað nýrri bylgju af þess­um far­aldri,“ seg­ir Kári. 

„Þessi litla reynsla sem við höf­um af seinni skimun bend­ir til þess að hún sé bráðnauðsyn­leg. Þetta er nátt­úr­lega af­skap­lega lít­il reynsla en það verður líka að skoða þetta allt í ljósi þess að þessi veira er að koma af stað nýrri bylgju í lönd­un­um í kring­um okk­ur. Það er al­gjör firra að halda því fram að hún sé að hverfa, að það sé eng­in ástæða til þess að ótt­ast þetta. Það er mjög mik­il­vægt þegar menn velta því fyr­ir sér hversu mikið megi leggja á fólkið í land­inu þegar kem­ur að sótt­vörn­um.“

Ýmis­legt sem vinnst með tvö­faldri skimun

Jón Ívar Ein­ars­son, ís­lensk­ur pró­fess­or við lækna­deild Har­vard-há­skóla, skrifaði grein í Morg­un­blaðið í gær þar sem hann sagðist telja að nýtt fyr­ir­komu­lag við skimun á landa­mær­un­um þrengdi um of að frelsi fólks. Hann sagðist ótt­ast að fólk hætti að fara eft­ir regl­um ef gengið væri of langt í aðgerðum. Kári seg­ir að með því að koma á regl­um á landa­mær­um séu lík­ur á því að setja þurfi á tak­mark­andi aðgerðir inn­an­lands minnkaðar þar sem minni lík­ur séu á því að smit ber­ist til lands­ins.

„Ég held að það skipti svo­litlu máli að átta sig á því sem vinnst, ekki bara því sem tap­ast með þessu kerfi. Það sem vinnst er m.a. það að við get­um haldið uppi skóla­starfi á eðli­leg­an hátt, það er ekk­ert mik­il­væg­ara fyr­ir sam­fé­lagið en að hlúa vel að börn­um og ung­menn­um í skól­um. Kerfið býður upp á þann mögu­leika að stunda menn­ing­ar­starf­semi á eðli­leg­an hátt. Kerfið býður upp á þann mögu­leika að sótt­varn­ir séu ekki að vega að ann­arri at­vinnu­starf­semi í land­inu.“

Þá seg­ir Kári að ef litið er til framtíðar þá séu það lang­tíma­hags­mun­ir ferðaþjón­ust­unn­ar að „við get­um barið okk­ur á brjóst og sagt að við séum þjóð sem hlú­ir vel að sínu fólki, hingað geti fólk komið vegna þess að hér séum við ör­ugg“.

Vís­ir greindi fyrst frá því að þrír hefðu greinst í síðari skimun. Í þeirri frétt seg­ir staðgeng­ill sótt­varna­lækn­is að raun­ar séu þeir tveir. Kári seg­ir það ekki rétt, til­fell­in séu þrjú. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert