„Ég stökk bara af stað“

Sigrún Helga Lund stöðvaði hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld.
Sigrún Helga Lund stöðvaði hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld. Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Helga Lund seg­ir að hún hafi aldrei verið hrædd eða henni verið ógnað með nein­um hætti þegar hún reyndi að stöðva hópslags­mál í Banka­stræti á laug­ar­dags­kvöld. Á mynd­bandi sem sýn­ir slags­mál­in sést hvernig Sigrún hleyp­ur í átt að hópi manna sem sparka í mann sem ligg­ur á göt­unni. Menn­irn­ir snar­hætta svo þegar Sigrúnu ber að.

„Ég hugsaði ekk­ert út í þetta held­ur stökk bara af stað þegar ég sé að þeir eru þarna að sparka í liggj­andi mann. Ég spáði í raun og veru aldrei hvort ég væri í ein­hverri hættu eða eitt­hvað slíkt.“ Sigrún lýs­ir því svo að hún hafi aft­ur ætlað inn á bar í Banka­stræt­inu þaðan sem hún kom, Sessi­on Craft Bar, til þess að halda áfram því sem hún var að gera, en hún sat þar ásamt vin­konu sinni. Þá hafi hún séð að neðar í Banka­stræt­inu voru enn aðrir menn að sparka í liggj­andi mann sem þá lá meðvit­und­ar­laus í jörðinni.

„Þá hleyp ég í átt að þeim og reyni að stilla til friðar sem nokk­urn veg­inn tekst af því þegar ég mæti þangað þá hlaupa menn­irn­ir á brott og ég á eft­ir þeim en þeir stungu mig bara af. Það er þá sem ég sé að vin­ir eins sem ligg­ur í jörðinni eru að stumra yfir hon­um og lög­regla er mætt á svæðið.“

„Ég hélt bara áfram með mitt kvöld“

Spurð að því hvað maður geri eft­ir að hafa verið vitni að svona hópslags­mál­um seg­ir Sigrún að hún hafi bara haldið áfram með kvöldið sitt. „Ég ætla bara að setj­ast aft­ur hjá vin­konu minni þegar ég sé að það hef­ur slest á mig blóð úr ein­hverj­um mann­anna. Ég þvoði nú bara blóðið úr blúss­unni minni inni á baði og sett­ist aft­ur hjá vin­konu minni.“

Sigrún, sem er Íslands- og Evr­ópu­meist­ari í bras­il­ísku jiu-jitsu bar­dagalist­inni, virðist því ekki hafa látið neinn bil­bug á sér finna eft­ir kvöldið. „Ég var í raun ekk­ert hrædd eða neitt þannig en maður er auðvitað í smá sjokki þegar maður verður vitni að svona.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert