Ferðaþjónustunni lokað fram að jólum

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að búið sé að valda gríðarleg­um skaða fyr­ir grein­ina alla. Þó rýmkað verði fyr­ir komu farþega hingað til lands á næst­unni sé ferðaþjón­usta á Íslandi lömuð fram að jól­um.

Hann tel­ur skiln­ing fólks á því hvernig komið er fyr­ir grein­inni vera að aukast. Áhrif­in séu far­in að koma í ljós. Í ág­úst var 285 manns sagt upp í hóp­sögn­um og var stærst­ur hluti þeirra hjá fyr­ir­tækj­um í ferðaþjón­ust­unni.

„Ég hef verið skýr með það að búið sé að loka ís­lenskri ferðaþjón­ustu eins og hún legg­ur sig,“ seg­ir Jó­hann­es. „Nú er komið í ljós hvers kon­ar áhrif það hef­ur að þrengja svona að heilli at­vinnu­grein. Fyr­ir­tæki standa í upp­sögn­um og geta ekki ráðið fólkið sitt aft­ur vegna óviss­unn­ar sem rík­ir.“'

Jó­hann­es seg­ir að þrátt fyr­ir að rýmkað verði fyr­ir komu farþega hingað til lands á næst­unni muni áhrifa af þeim aðgerðum, sem gripið var til á landa­mær­um í ág­úst, gæta fram að jól­um og lík­lega enn leng­ur. „Það koma ekk­ert hingað til lands flug­fé­lög og ferðaskrif­stof­ur að stunda viðskipti eins og skrúfað sé frá krana. Við erum að sjá af­bók­an­ir al­veg fram að jól­um og jafn­vel enn leng­ur. Það er bara búið að loka fyr­ir heila at­vinnu­grein í fleiri mánuði.“

Komufarþegar í Leifsstöð hafa verið að meðaltali 600 á dag …
Komuf­arþegar í Leifs­stöð hafa verið að meðaltali 600 á dag und­an­farið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Frétt­ir bár­ust af því í dag að óánægja með aðgerðir stjórn­valda gegn kór­ónu­veirunni hefði aldrei verið meiri. Jó­hann­es tek­ur und­ir það og seg­ist finna fyr­ir gríðarlegri óánægju inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar.

 „Það sem við erum að sjá í dag, bæði þess­ar upp­sagn­ir og þessi óánægja með aðgerðir stjórn­valda, eru bara bein­ar af­leiðing­ar af aðgerðum stjórn­valda, sem að mínu mati voru of harka­leg­ar. Þetta hegg­ur auðvitað mest í Suður­nes­in þar sem mjög marg­ir hafa lifi­brauð sitt af komu er­lendra ferðamanna þó að sjálf­sögðu megi ekki gera lítið úr þeim vanda sem fyr­ir­tæki ann­ars staðar á land­inu standa frammi fyr­ir.“

Auk­inn skiln­ing­ur á stöðunni

Jó­hann­es seg­ist finna fyr­ir aukn­um skiln­ingi meðal al­menn­ings á þeirri stöðu sem ferðaþjón­ust­an er í. Frétt­ir af upp­sögn­um og lok­un­um ferðamannastaða veki fólk greini­lega til um­hugs­un­ar.  „Eðli­lega eru mis­mun­andi skoðanir meðal fólks um hvernig haga megi sótt­vörn­um hér á landi en mér finnst fólk átta sig sí­fellt bet­ur á þeim af­leiðing­um sem ferðaþjón­ust­an verður fyr­ir af þeim ákvörðunum sem tekn­ar eru.“

Ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í apríl síðastliðnum.
Rík­is­stjórn­in kynnti björg­un­araðgerðir vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins í apríl síðastliðnum. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

End­ur­skoða þurfi björg­un­araðgerðir

Seg­ir Jó­hann­es enn frem­ur að mögu­lega þurfi að end­ur­skoða þær björg­un­araðgerðir sem gripið var til vegna efna­hags­lægðar­inn­ar sem nú geng­ur yfir í kjöl­far kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. „Þær lánaaðgerðir sem í boðu voru hafa ekki verið nægi­lega vel nýtt­ar. Það er spurn­ing hvort ekki þurfi að end­ur­skoða þess­ar björg­un­araðgerðir eitt­hvað. Bjóða upp á styrki frek­ar en lán eða eitt­hvað slíkt.“

All­ir kost­ir slæm­ir

Jó­hann­es tek­ur þó fram að þeir sem þurfi að taka ákv­arðanir um sótt­varn­aráðstaf­an­ir á landa­mær­um og ann­ars staðar séu ekki öf­undsverðir. „Það er verið að vega og meta kosti sem all­ir eru slæm­ir.“

Spurður að því hvort hann sé vongóður um að eitt­hvað verði losað um á landa­mær­um á næst­unni seg­ir Jó­hann­es að von­andi verði eitt­hvað gert. „Ef það verður eitt­hvað losað um þá er það auðvitað já­kvætt. Fólk verður samt að átta sig á að það er bara of seint að laga þetta ástand eitt­hvað. Skaðinn er skeður. Hér munu þúsund­ir vera án at­vinnu um jól­in. Það er bara bein af­leiðing af ákvörðun stjórn­valda.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert