Grófu ofbeldi var beitt í miðbænum um helgina þar sem fjöldi manna tókst á. mbl.is birtir hér myndskeið sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þar sést hvernig ástandið var en hálfgert óeirðaástand ríkti á svæðinu um tíma þar sem menn hópuðust í kringum einstaklinga og létu höggin dynja.
Lesendur eru varaðir við myndunum sem hér birtast. Þær gata vakið óhug.
Einn maður slasaðist alvarlega í átökunum og tveir til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús. Í samtali við mbl.is í gær sagði Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að fjórir hefðu verið færðir í yfirheyrslur en málið væri í rannsókn.