Icelandair frekar en Icelandair Group

Ferðaþjónustufyrirtækið GoNorth ehf. telur að eðlilegra væri að veita flugfélaginu Icelandair ehf. ríkisábyrgð frekar en móðurfélaginu Icelandair Group hf. Þetta kemur fram í umsögn GoNorth um frumvarp um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir.

Þrjár athugasemdir hafa borist fjárlaganefnd, en frestur til að skila umsögn rennur út í dag. Mbl.is hefur þegar greint frá umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar, en samtökin lýstu yfir stuðningi við frumvarið og hvöttu til þess að málið yrði klárað óbreytt.

Í umögn GoNorth segir að tilgangur frumvarpsins, samkvæmt greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra, sé að styðja við flugfélagið Icelandair. GoNorth stafi í ferðaþjónustu og taki undir að Icelandair sé innlendri ferðaþjónustu gríðarlega mikilvægt og að það geti skipt sköpum fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar að flugfélagið starfi áfram.

Með stuðningi við Icelandair Groups sé verið að veita félögum …
Með stuðningi við Icelandair Groups sé verið að veita félögum á borð við Icelandair Hotels forskot, segir í umsögn GoNorth mbl.is/RAX

„En innan Icelandair Group eru hins vegar fyrirtæki sem starfa á samkeppnisgrundvelli og margir aðilar vel í stakk búnir að sinna þeim þáttum ferðaþjónustu, svo sem ferðaskrifstofurekstur sem er í höndum Iceland Travel (innan Icelandair Group) og hótelrekstur sem er í höndum Icelandair Hotels (innan Icelanair Group),“ segir í umsögninni.

GoNorth telur þess vegna að með stuðningi við Icelandair Group sé verið að styðja öll félög innan samsteypunnar, sem gæti skekkt samkeppnisstöðu og veitt félögum innan Icelandair Group forskot sem önnur félög búa ekki við.

Býr til erfitt samkeppnisumhverfi

Ferðaskrifstofan Atlantik ehf. tekur í sama streng í umsögn sinni. Þar kemur fram að félög innan Icelandair Group, sem geta ekki talist þjóðhagslega mikilvæg, muni hljóta forskot af ríkisábyrgð við Icelandair Group, sem myndi búa til samkeppnisumhverfi sem yrði mörgum örðum fyrirtækjum í ferðaþjónustu erfitt.

Telur Atlantik því réttara að flugfélagið Icelandair hljóti stuðning stjórnvalda, en ekki Icelandair Group.

„Tilgangurinn að bjarga flugfélaginu getur aldrei helgað meðalið ef það leiðir af sér þessa mismunun milli allra þessara fyrirtækja sem hafa eignarhald innan Icelandair Group annars vegar og allra hinna fyrirtækjanna sem eru í samkeppni innan ferðaþjónustunnar hins vegar,“ segir í umsögninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert