Þyrlur leysi ekki öll verkefni sjúkraflugs

Flugvöllurinn í Skaftafelli er einn þeirra kosta sem nefndir hafa …
Flugvöllurinn í Skaftafelli er einn þeirra kosta sem nefndir hafa verið í uppbyggingu neyðar- og öryggisvalla á Suðausturlandi. Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson

Stórt svæði á Suðausturlandi er óaðgengilegt sjúkraflugi, en þrjú rútuslys hafa orðið á því svæði á undanförnum þremur árum.

Leifur Hallgrímsson, flugrekstrarstjóri Mýflugs, segir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að þrátt fyrir að þyrlur séu mikilvirk tæki í sjúkraflutningum verði ekki öll verkefni leyst með þeim.

Því þurfi að fara að huga að því að koma flugvelli á svæðinu í betra horf til að hægt sé að sinna sjúkraflugi þaðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert