Engin undanþága frá veðrinu

Féð verður réttað í þremur hollum í Miðfjarðarréttum í ár. …
Féð verður réttað í þremur hollum í Miðfjarðarréttum í ár. Einn til níu menn fá að mæta frá hverjum bæ. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fyrstu fjárréttir haustsins verða á föstudag og réttað verður á allnokkrum stöðum um helgina. Fyrstu gangnamenn eru farnir af stað.

Göngur og þó sérstaklega réttir verða með öðru sniði en venjulega vegna samkomutakmarkana og sóttvarna. Til að mynda eru réttirnar eingöngu fyrir bændur og starfsfólk þeirra en ekki fyrir gesti.

„Það eru svo leiðinlegar aðstæður núna að maður hefur aldrei lent í öðru eins,“ segir Rafn Benediktsson á Staðarbakka í Miðfirði, formaður fjallskilastjórnar Miðfirðinga, í Morgunblaðinu í dag. Hann hefur tekið þátt í að skipuleggja göngur undanfarnar vikur með þeim hætti að það standist kröfur yfirvalda en segir að reglurnar hafi verið að breytast og þurft hafi að vinna skipulagið upp á nýtt.

Fyrstu gangnamenn Miðfirðinga fóru af stað síðdegis í gær, tveimur dögum fyrr en vanalega. Ekki er hægt að koma öllum gangnamönnum fyrir í skála og því fóru níu menn til leitar á Núpsheiði en venjulega fer 21 maður í þá leit. Rafn telur að mennirnir geti leyst verkefnið.

Fyrstu réttirnar verða á föstudag, meðal annars í Austur-Húnavatnssýslu og á Síðu. Um helgina verður réttað víða, meðal annars á nokkrum stöðum í Húnavatnssýslum, Eyjafirði, Mývatnssveit og á Vesturlandi. Réttað verður í Miðfjarðarrétt á laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert