Haldlögðu vespu og höfðu samband við foreldra

mbl.is/Hari

Þrír unglingar á vespu voru í gærkvöldi stöðvaðir af lögreglu þar sem þeir óku um í Austurborginni, allir hjálmlausir og ökumaðurinn réttindalaus. Vespan var haldlögð og færð á lögreglustöð og haft samband við forráðamenn.

Í nótt var karlmaður handtekinn í miðborginni grunaður um líkamsárás og tveir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru stöðvaðir í gærkvöldi vegna vímuefnaaksturs á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilkynnt um innbrot í geymslur í miðborginni í nótt en ekki er vitað hverju var stolið. Jafnframt var tilkynnt um þjófnað á spjaldtölvum í skóla í Kópavogi í gærkvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert