Meirihluta flugferða Icelandair aflýst

Icelanda­ir hef­ur af­lýst meiri­hluta flug­ferða fé­lags­ins til og frá land­inu í dag og á morg­un. Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, seg­ir að með þessu sé flug­fé­lagið að bregðast við breytt­um sótt­varn­a­regl­um á landa­mær­un­um.

Tvær flug­vél­ar Icelanda­ir fóru frá Íslandi í dag, önn­ur til Amster­dam og hin til Kaup­manna­hafn­ar. Á áætl­un er flug til Bost­on síðdeg­is á veg­um Icelanda­ir. Auk Icelanda­ir hef­ur SAS af­lýst flugi til Kaup­manna­hafn­ar í dag og Europe Airpost flugi til Par­ís­ar.

Alls eru 8 flug á áætl­un frá Kefla­vík­ur­flug­velli í dag. Á morg­un eru tíu flug­ferðir á áætl­un frá Íslandi og af þeim er ein á veg­um Icelanda­ir. Það flug er til Kaup­manna­hafn­ar.

„Við erum að draga sam­an eins og ljóst var að yrði gert þegar ferðatak­mark­an­ir voru sett­ar á. Það tek­ur tíma að raun­ger­ast og fyrstu dag­ana var tals­verður fjöldi farþega að fara frá land­inu og þá vor­um við kannski að fara með full­ar vél­ar frá land­inu en hálf­tóm­ar heim. En núna er þetta að jafn­ast út þar sem það eru afar fáir að koma og fara frá land­inu. Við erum að laga fram­boðið að því,“ seg­ir Ásdís.

Hún seg­ir að þessi áætl­un nái aðeins stutt fram í tím­ann því reynsl­an sýni að hlut­irn­ir geta breyst hratt. 

„Við verðum að vera sveigj­an­leg og nýta þau tæki­færi sem eru,“ seg­ir Ásdís. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert