Sleginn eftir fregnirnar frá Þýskalandi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er sleginn eftir fregnir þýskra yfirvalda, þess efnis að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní hafi verið byrlað taugaeitrið Novichok.

Þetta fullyrðir ráðherrann í færslu sem hann birtir á ensku á Twitter.

Bætir hann við að þörf sé á óháðri og alþjóðlegri rannsókn á málinu. Kallar hann einnig eftir því að rússnesk yfirvöld sýni fulla samvinnu í verki, við að láta þá sem ábyrgð bera svara til saka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert