Nemandi í sjöunda bekk í Vallaskóla hefur greinst með kórónuveirusmit.
Nemandinn var sendur heim með flensueinkenni snemma morgun á miðvikudag en hann hafði ekki haft samneyti við neinn nema skólasystkini sín og kennara. Nemendur í viðkomandi bekk hafa verið sendir í sóttkví ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa.
Fréttablað Suðurlands greinir frá.
Haft var samband við foreldra nemenda í morgun og tilkynnt að börnin þyrftu að sæta sóttkví í 14 daga. Smitrakningarteymi setur sig nú í samband við nemendur og gefur leiðbeiningar um hvernig skuli standa að sóttkvínni.