Ætla að segja sig úr kirkjunni vegna auglýsingar

Auglýsingin sýnir Jesú með skegg, brjóst og andlitsfarða.
Auglýsingin sýnir Jesú með skegg, brjóst og andlitsfarða. Ljósmynd/Þjóðkirkjan

Skipt­ar skoðanir hafa verið á aug­lýs­ingu þjóðkirkj­unn­ar á sunnu­daga­skól­an­um. Aug­lýs­ing­in sýn­ir Jesú með brjóst og and­lits­farða, en Pét­ur G. Mark­an, sam­skipta­stjóri þjóðkirkj­unn­ar, seg­ir mik­il­vægt að kirkj­an sýni það í verki að hún fagni fjöl­breyti­leik­an­um.

Þótt marg­ir hafi fagnað aug­lýs­ing­unni á face­booksíðu kirkj­unn­ar, þar sem aug­lýs­ing­in var birt, hafa aðrir gagn­rýnt hana og sum­ir jafn­vel sagst ætla að segja sig úr kirkj­unni. 

„Jesú Krist­ur dubbaður upp sem trans­kona og viðrini. Góður bus­iness?“ skrif­ar einn sem deil­ir aug­lýs­ing­unni á Face­book. „Þetta er sorg­legt. Þjóðkirkj­an er á furðulegri veg­ferð sem krist­in kirkja,“ skrif­ar ann­ar. 

Pét­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að viðbrögðin við aug­lýs­ing­unni hafi verið eft­ir vænt­ing­um. 

„Viðbrögðin hafa verið mjög góð. Við viss­um al­veg að við fengj­um líka viðbrögð frá fólki sem er að lýsa sinni upp­lif­un af Jesú sem er orðinn mjög kven­leg­ur og kannski ekki eins aug­ljós karl­mennskuímynd og hann hef­ur alltaf verið. En ég myndi segja að við vær­um al­mennt ánægð með viðbrögðin sem eru eft­ir vænt­ing­um,“ seg­ir Pét­ur. 

Pétur G. Markan, samskiptastjóri þjóðkirkjunnar.
Pét­ur G. Mark­an, sam­skipta­stjóri þjóðkirkj­unn­ar. mbl.is

Pét­ur seg­ir fal­leg­ustu viðbrögðin koma frá ein­stak­ling­um sem eru ef til vill í fyrsta sinn að sjá sig sjálfa í Jesú. 

„Það eru senni­lega fal­leg­ustu viðbrögðin sem við fáum. Frá fólki sem upp­lif­ir sig í Jesú og birt­ing­ar­mynd­in af Jesú eru þau. Þetta er það sem við erum að leggja upp með. Það er mik­il­vægt að Jesús sé birt­ing­ar­mynd sam­fé­lag­ins eins og það er. Við erum að reyna að fanga sam­fé­lagið, fanga fjöl­breyti­leik­ann og þar er Jesús ekki und­an­skil­inn,“ seg­ir Pét­ur. 

Kirkj­an birt­ist fólki með öðrum hætti

„Ef fólk upp­lif­ir það að kirkj­an sé að birt­ast því með öðrum hætti þá er það líka rétt,“ seg­ir Pét­ur. „Það sem fólk kannski upp­lif­ir er að kirkj­an er að fram­kvæma það sem við höf­um talað um. Það er ekki nóg að tala um mik­il­vægi þess að ræða fjöl­breyti­leik­ann og end­ur­spegla sam­fé­lagið. Við þurf­um líka að sýna það í verki. Það kost­ar stund­um vinnu og kannski ör­lít­il áföll en það er allt í lagi því kær­leik­ur­inn sigr­ar það á end­an­um,“ seg­ir Pét­ur. 

Aug­lýs­ing­in er hluti af mynd­efni sem unnið var af Láru Garðars­dótt­ur og kirkj­an mun birta á næstu miss­er­um. Pét­ur seg­ir mik­il­vægt að hafa í huga að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Jesú er umbreytt í takt við tím­ann. 

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jesú er umbreytt í konu eða tran­sein­stak­ling eða hvað sem hver og einn les úr þess­ari mynd. Það er alþekkt í hinum kristna heimi að fólk umbreyti Jesú í aðstæðurn­ar sín­ar. Það er al­gengt og eðli­legt að guðfræðin sé að móta sig í sam­fé­lagið með þess­um hætti,“ seg­ir Pét­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert