Nær allar lendingarheimildir afbókaðar

Aðeins tveir skjólstæðingar Airport Associates halda enn úti farþegaflugi til …
Aðeins tveir skjólstæðingar Airport Associates halda enn úti farþegaflugi til Keflavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi flugfélaga hefur afbókað lendingarheimildir í Keflavík, en að sögn Sigþórs Kristins Skúlasonar, forstjóra Airport Associates, berast slíkar afbókanir daglega.

Í samtali við mbl.is segir Sigþór að aðeins tveir skjólstæðingar Airport Associates haldi enn úti starfsemi í Keflavík. Það eru félögin Wizz Air frá Ungverjalandi og EasyJet frá Bretlandi.

Önnur flugfélög sem Airport Associates þjónustar, þar á meðal British Airways og Norwegian, hafa hætt öllu farþegaflugi sínu til Keflavíkur tímabundið. Transavia, Vueling og Air Baltic hafa dregið verulega úr starfsemi sinni í Keflavík, en halda enn úti örfáum flugum. 

Þótt flestar lendingarheimildir tengdar farþegaflugi hafi verið afbókaðar hefur fraktflug til og frá Keflavík verið nær óbreytt. Sóttvarnaaðgerðir hafi ekki haft áhrif á þann hluta lendingarheimilda, að sögn Sigþórs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert