Þrjú ný innanlandssmit

Ljósmynd frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Ljósmynd frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Þrjú ný innanlandssmit kórónuveirunnar greind­ust á sam­eig­in­legri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í gær. Allir þrír voru í sóttkví við greiningu. 

Þá greindust þrjú smit við landamæraskimun og er beðið eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá öllum þremur. 

Þetta kemur fram á covid.is.

Eru nú 81 í einangrun og 375 í sóttkví.

Alls voru 1.149 sýni tekin á landamærunum í gær og 343 einkennasýni hjá Íslenskri erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert