„Þetta er náttúrlega áfall“

Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, vill að litið verði á …
Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, vill að litið verði á kennara sem hluti af framvarðasveit í faraldrinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er náttúrlega áfall fyrir þau sem lenda í því að fara í sóttkví,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands. Áhyggjuefni sé að krakkar hittist utan skóla, á kvöldin og um helgar, þrátt fyrir að ströngum relgum innanhúss sé fylgt.

Í gær var greint frá því að einn nem­andi við ­skól­ann hefði greinst með kór­ónu­veiruna um helgina. Fyr­ir vikið voru fjór­tán nem­end­ur skól­ans komn­ir í sótt­kví og tveir kenn­ar­ar.

Ingi segir skólann nú óska eftir því að kennarar fái að undirgangast tvöfalda skimun, komi upp smit.

„Við berjumst fyrir því núna að litið verði á kennara sem fólk í svonefndri framvarðasveit og þeir geti farið í tvær skimanir. Við höfum stuðning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í þeim efnum svo við vorum að það gangi eftir,“ segir Ingi. 

Ekki fleiri í sóttkví

Sérstök sóttvarnahólf eru í skólanum og í hverju þeirra eru tveir bekkir. Hvorum bekk er síðan skipt í tvennt og gengur kennari á milli stofanna tveggja. Þær reglur hafa ekki verið hertar í kjölfar smitsins að sögn Inga:

„Við leggjum mikla áherslu á það að krakkarnir geti komist eins mikið í hús og hægt er. Þetta er félagslega mjög erfitt fyrir nemendur,“ segir Ingi.

Ekki hafa fleiri bæst við þá fjórtán sem sendir voru í sóttkví vegna smits nemanda við Verslunarskóla Íslands sem greint var á laugardaginn síðastliðinn. Af þeim fjórtán sem sendir voru í sóttkví voru tveir kennarar, sem Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskólans, vonast til að komist í tvöfalda skimun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert