Lokun fangelsisins „ólíðandi“

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir fundi í …
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd vegna lokunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd vegna lokunar fangelsis á Akureyri, þar sem hún telur ólíðandi að ákvörðun þess efnis sé tekin án umræðu á Alþingi.

„Mér finnst býsna lélegt að það hafi ekki verið notað tækifæri til að setja saman einn fund í þingstubbnum til þess að kynna þessa lokun,“ segir Anna. Þá gagnrýnir hún áherslur fangelsismálayfirvalda á hagræðingu í kerfinu sem lokunin á að fela í sér. 

„Það væri auðvitað miklu hagstæðara að hafa tvö stór fangelsi en maður veltir einnig fyrir sér fyrir hvern kerfið er. Eigum við að þjóna að kerfinu eða á kerfið að þjóna okkur?“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert