Ösp er til ama og gangstétt gúlpar

Snorri Sigurfinnsson við öspina miklu á Hlaðavöllum á Selfossi sem …
Snorri Sigurfinnsson við öspina miklu á Hlaðavöllum á Selfossi sem er orðin tæplega 20 metrar á hæð og var gróðursett fyrir um 70 árum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Tréð stóra er orðið til hálfgerðra vandræða,“ segir Snorri Sigurfinnsson, íbúi við Hlaðavelli á Selfossi. Tæplega 20 metra hátt aspartré í garði Snorra og Sigrúnar Ólafsdóttur er tvístofna; tekur því vind meira á sig sem skapar hættu.

Hæð trésins og þéttleiki skyggir á og dregur úr sólarvarpi. Sömuleiðis geta ræturnar valdið skaða, smjúga um í jörðinni svo gangstéttir og malbikuð gata og plön við Hlaðavellina eru farin að gúlpa. Einnig eru þess dæmi að ræturnar skríði inn í holræsin.

Apsir eru víða í görðum á Selfossi, sem er gróðursæll staður. „Elsti hluti bæjarins er satt best að segja að drukkna í skógi og þó var á sínum tíma talið nánast ómögulegt að rækta hér neitt,“ segir Snorri sem er fasteignasali en var á árum áður garðyrkjustjóri Selfossbæjar. Hann þekkir því vel til mála.

„Frumbyggjarnir sem hér reistu hús í bæ fyrir um 70 árum gróðursettu við húsin sín þá gjarnan aspir og aðrir fylgdu á eftir. Vegna hæðarinnar sem aspirnar ná og sömuleiðis rótanna er hins vegar óheppilegt að gróðursetja í húsagörðum tré sem verða há,“ segir Snorri sem eignaðist húsið á Hlaðavöllunum fyrir um tuttugu árum. Hefur á þeim tíma fellt alls 13 aspir í garðinum og senn verður sú stóra tekin niður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert