Kirkjuþing álykti um brottvísanir

Tillaga Sólveigar felst í því að Kirkjuþing 2020, sem nú …
Tillaga Sólveigar felst í því að Kirkjuþing 2020, sem nú stendur yfir, hvetji íslensk stjórnvöld til að hætta að vísa umsækjendum um alþjóðlega vernd án efnislegrar meðferðar hælisumsóknar þótt þau hafi hlotið hana á Ítalíu, í Grikklandi eða Ungverjalandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Mér finnst þetta svo ómannúðlegt að nýta þessa Dyfl­inn­ar­reglu­gerð, vegna þess að fólk sem er búið að fá alþjóðlega vernd í ein­hverju af þeim lönd­um sem það kem­ur fyrst til er ekki að fara frá þeim að gamni sínu,“ seg­ir Sol­veig Lára Guðmunds­dótt­ir, vígslu­bisk­up á Hól­um, sem lagt hef­ur fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um brott­vís­an­ir á Kirkjuþingi.

„Það er vegna þess að það eru óviðun­andi aðstæður í þess­um lönd­um sem það hef­ur fengið alþjóðlega vernd í. Þess vegna eru þau að leggja þetta á sig að koma alla leið til Íslands.“

Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum.
Sól­veig Lára Guðmunds­dótt­ir, vígslu­bisk­up á Hól­um. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Til­laga Sol­veig­ar felst í því að Kirkjuþing 2020, sem nú stend­ur yfir, hvetji ís­lensk stjórn­völd til að hætta að vísa um­sækj­end­um um alþjóðlega vernd án efn­is­legr­ar meðferðar hæl­is­um­sókn­ar þótt þau hafi hlotið hana á Ítal­íu, í Grikklandi eða Ung­verjalandi, þar sem yf­ir­völd virðist ekki þess um­kom­in að skapa þessu fólki mann­sæm­andi aðstæður og mögu­leika á að byggja sjálf­um sér og börn­um sín­um ör­ugga framtíð.

Séu enn á flótta

„Mót­taka flótta­fólks á að fela í sér aðstoð varðandi hús­næði, mennt­un, heilsu­gæslu, at­vinnu og svo fram­veg­is, þ.e. að aðstoða mann­eskju til að lifa mann­sæm­andi lífi. Flóttamaður sem hef­ur fengið land­vist­ar­leyfi en er án hús­næðis, at­vinnu og aðgeng­is að heilsu­gæslu er enn á flótta í raun og veru,“ seg­ir í grein­ar­gerð með til­lögu Sol­veig­ar.

Sol­veig seg­ist verða fyr­ir mikl­um von­brigðum ef kirkjuþings­full­trú­ar tækju ekki vel und­ir til­lögu henn­ar. „Kirkj­an hef­ur verið að vinna al­veg gríðarlega mikið starf meðal hæl­is­leit­enda. Við stund­um mikla sál­gæslu meðal þessa fólks og það er al­veg rosa­legt að hlusta á það sem þau hafa lent í. Þau bera þá von í brjósti um að vera kom­in í land þar sem er mis­kunn og kær­leik­ur og friður, að þau þurfi að halda áfram að upp­lifa svona mik­inn kvíða og óvissu er ekki boðlegt í okk­ar sam­fé­lagi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert