Mánasigð mun lýsa í myrkrinu

Verið er að leggja lokahönd á mínarettu múslima við Skógarhlíð.
Verið er að leggja lokahönd á mínarettu múslima við Skógarhlíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er nú næstum því tilbúið en við vonumst til að verkinu ljúki næstkomandi laugardag,“ segir Karim Askari, stjórnarformaður Stofnunar múslima á Íslandi.

Vísar hann í máli sínu til hinnar 13 metra háu mínarettu sem reist var í lok síðasta árs við mosku félagsins í Skógarhlíð í Reykjavík. Mínarettur, eða bænaturnar, eru jafnan við bænahús múslima og þykja mikilvægt tákn fyrir sýnileika múslimasamfélagsins. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið fram hjá Skógarhlíð voru iðnaðarmenn önnum kafnir við að leggja lokahönd á mínarettuna og á toppi hennar hvílir nú mánasigð. Þegar bænaturninn er fullgerður mun hálfmáninn lýsa upp næturmyrkrið. Ekki stendur þó til að stunda bænakall frá mínarettunni.

Spurður hvort til standi að halda einhvers konar samfögnuð þegar mínarettan verður fullgerð kveður Karim já við. „Við neyðumst þó til að fresta því um stund sökum útbreiðslu kórónuveiru, en það verður haldin hátíð þegar við opnum moskuna formlega.“ khj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert