„Gat“ upp á 4.000 íbúðir

Keldnaland.
Keldnaland. Gervihnattamynd/Google

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hyggst leggja fram til­lögu á borg­ar­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag um að breyt­ing verði gerð á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar sem heim­il­ar íbúa­byggð á Keld­um og í Örfiris­ey.

Sam­hliða því verði ráðist í skipu­lagn­ingu at­vinnu­lóða á Keld­um. Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks, seg­ir í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag að málið sé mik­il­vægt fyr­ir hags­muni al­menn­ings.

Í grein­ar­gerð Sjálf­stæðis­flokks seg­ir að meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn gangi út frá því að hægt sé að koma íbúa­byggð sem nemi 4.000 íbúðum á flug­vall­ar­svæðinu í Vatns­mýr­inni. Að mati Sjálf­stæðis­flokks liggi þó fyr­ir að ekk­ert verði byggt í Vatns­mýr­inni á næstu 10 til 20 árum enda hafi ekki verið ákveðið hvar annað flug­vall­ar­stæði yrði staðsett. Enn frem­ur sé út­lit fyr­ir að vegna efna­hags­lægðar í kjöl­far heim­far­ald­urs­ins muni tæp­lega verða ráðist í fram­kvæmd­ir við lagn­ingu nýs flug­vall­ar, fram­kvæmd sem odd­viti Sjálf­stæðis­flokks seg­ir að muni kosta um 100 millj­arða. Að þessu gefnu sé ljóst að gat upp á 4.000 íbúðir sé í hús­næðisáætl­un borg­ar­inn­ar en hún ger­ir ráð fyr­ir því að um 1.000 íbúðir verði byggðar á ári til árs­ins 2040.

Eyþór seg­ir að við þess­um bráða hús­næðis­skorti megi bregðast með upp­bygg­ingu íbúa­byggðar í Örfiris­ey og á Keld­um. Á báðum stöðum sé pláss fyr­ir rúm­lega 2.000 íbúðir. Í Örfiris­ey verði fyr­ir­huguð byggð sem muni hafa já­kvæð áhrif á um­ferð inn­an borg­ar­inn­ar sök­um ná­lægðar henn­ar við versl­un og þjón­ustu. Eins og stend­ur er ekki leyfi til upp­bygg­ing­ar íbúa­byggðar á svæðinu vegna ná­lægðar við birgðastöð olíu­fé­lag­anna. Samþykkt var á fundi borg­ar­ráðs árið 2019 að um­fang henn­ar yrði minnkað um helm­ing fyr­ir árið 2025.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert