Lögregla stendur vörð um ráðherrabústaðinn

Mótmælin hófust klukkan tíu í morgun.
Mótmælin hófust klukkan tíu í morgun. mbl.is/Hallur Már

Mótmæli vegna fyrirhugaðrar brottvísunar hinnar egypsku Kehdr-fjölskyldu eru hafin fyrir utan ráðherrabústaðinn. Um tuttugu manns eru á svæðinu og stendur lögregla vörð um inngang ráðherrabústaðarins. 

Bifreiðum ráðherranna er ekki lagt fyrir utan bústaðinn eins og venjan er. 

Samtökin No Borders Iceland standa fyrir mótmælunum. 

„Mæt­um og lát­um ráðherra (þá sér­stak­lega Áslaugu Örnu) vita að Kehdr-fjöl­skyld­an, þau Rewida, Abdalla, Hamza, Mu­stafa og for­eldr­ar þeirra Dooa og Obra­him, eiga heima á Íslandi – landið þar sem þau hafa fundið ör­yggi sam­an – enda hafa þau verið hér í meira en 2 ár. Áslaug Arna vill breyta val­frjálsu dyfl­inn­ar­reglu­gerðinni til að brott­vísa fjöl­skyld­unni þó svo að fjöl­skyld­an sé í hættu í Egyptalandi,“ seg­ir í lýs­ingu á viðburðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert