Ættum að búa okkur undir nýja bylgju

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, seg­ir fjölda greindra smita í gær ógn­vekj­andi og Íslend­ing­ar þurfi að búa sig und­ir aðra bylgju veirunn­ar eft­ir eina til tvær vik­ur. 13 greind­ust smitaðir af veirunni í gær og aðeins eitt smit­anna greind­ist hjá ein­stak­lingi í sótt­kví.

„Það er ógn­vekj­andi. Þetta fólk er úti um allt í sam­fé­lag­inu og mér finnst lík­legt að smit sé það líka. Ég held að við ætt­um að búa okk­ur und­ir að það gæti komið önn­ur bylgja eft­ir svona eina til tvær vik­ur. Þótt ég sé ekki að leggja það á okk­ur að það komi eða spá því að það ger­ist þá finnst mér að við verðum að búa okk­ur und­ir það,“ seg­ir Kári í sam­tali við mbl.is. 

Vafa­samt að þjappa nem­end­um í skóla

4-5 smita sem greinst hafa á síðustu dög­um tengj­ast Há­skóla Íslands. Þá greind­ist nem­andi við Há­skól­ann í Reykja­vík smitaður en sá hafði starfað hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. ÍE ætl­ar sér nú að bjóða nem­end­um HÍ og HR sem og starfs­fólki skól­anna skimun. 

„Við erum far­in að sjá mynstur sem bend­ir til þess að það sé dá­lítið mikið um svona smit þar sem unga fólkið vinn­ur.“

Spurður hvort rétt væri að ýta skóla­starfi al­farið í fjar­nám eins og var víða í há­skól­um í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins seg­ir Kári:

„Ég held að það sé að minnsta kosti vafa­samt að þjappa nem­end­um meira í skóla í augna­blik­inu. Við ætt­um að bíða þessa hrinu af okk­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert