Hertar aðgerðir á vínveitingastöðum

Þórólfur Guðnason.
Þórólfur Guðnason. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir boðar staðbundn­ar hert­ar aðgerðir til að sporna við kór­ónu­veiru­smit­um á vín­veit­inga­stöðum. Þórólf­ur greindi frá þessu á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag. Hann greindi ekki frá til hvaða aðgerða yrði gripið en hann hyggst koma með til­lög­ur til ráðherra í dag eða á morg­un. 

„Ég held að þessi aukn­ing á sýk­ing­um hér inn­an­lands sl. tvo til þrjá daga, eða tvo daga sér­stak­lega, kalli á staðbundn­ar og mark­viss­ar aðgerðir hér á höfuðborg­ar­svæðinu frem­ur en al­menn­ar aðgerðir á land­inu öllu. Og þess­ar staðbundnu aðgerðir í mín­um huga fel­ast einkum í aðgerðum sem lúta að og snerta vín­veit­ingastaði til að koma í veg fyr­ir dreif­ingu. Því eins og við höf­um talað um áður, þá eru nátt­úr­lega þess­ir staðir lík­leg­ir, það er að segja fólkið sem er á þess­um stöðum öllu held­ur [...] lík­legt til að smit­ast og smita aðra,“ sagði Þórólf­ur. 

„Ég er ekki al­veg til­bú­inn til að segja í hverju það felst, hvaða til­lög­ur ég mun koma með til ráðherra um þessa staði. En ég mun koma með til­lögu til ráðherra í dag eða á morg­un um aðgerðir,“ sagði hann enn­frem­ur.

Hann bætti við að það væri mik­il­vægt að skerpa vel á þeim sótt­varnaaðgerðum sem eru í gangi og eiga að vera við lýði á fjöl­förn­um stöðum, eins og vinnu­stöðum og skól­um. Hann muni koma með til­lög­ur um það í minn­is­blaðinu. 

Það þurfi einnig að skerpa og viðhalda regl­um er varða vernd viðkvæmra ein­stak­linga, s.s. á hjúkr­un­ar­heim­il­um og sam­býl­um. 

„Ég er ekki að boða til­lög­ur um al­mennt hert­ar aðgerðir af hálfu op­in­berra aðila á þess­ari stundu held­ur mark­viss­ari aðgerðir um þau atriði sem lúta að upp­runa þess­ar­ar sýk­ing­ar sem við erum að fást við núna,“ sagði Þórólf­ur sem hnykkti enn og aft­ur á því að fólk gæti vel að ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um og að fylgja eins metra regl­unni m.a. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert