Rósa Björk kveður Vinstri-græna

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir hef­ur sagt sig úr þing­flokki Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs og úr hreyf­ing­unni.

Þessu grein­ir hún frá í til­kynn­ingu.

Þar seg­ist hún hafa átt fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni VG, og til­kynnt henni úr­sögn­ina.

„Ný­leg­ir at­b­urðir er varða brott­vís­un stjórn­valda á barna­fjöl­skyldu sem hef­ur beðið eft­ir lausn sinna mála í 25 mánuði og viðbrögð rík­is­stjórn­ar sem VG er í for­ystu fyr­ir í því máli urðu til þess að ég finn end­an­lega að ég á ekki leng­ur sam­leið með þing­flokki VG,“ skrif­ar hún og seg­ir ákvörðun­ina ekki auðvelda, sér í lagi gagn­vart kjós­end­um VG og fé­lög­um VG í Suðvest­ur­kjör­dæmi.

„Ég þakka þeim kær­lega fyr­ir stuðning­inn, traustið og sam­fylgd­ina síðastliðin ár og von­ast eft­ir því að þau sýni ákvörðun minni skiln­ing. Ég mun þrátt fyr­ir þetta halda áfram að vinna af krafti og ein­urð að góðum mál­um á Alþingi, sér­stak­lega er varða mann­rétt­indi, um­hverf­is- og lofts­lags­mál, kynja­jafn­rétti og fleiri góðum mál­um,“ bæt­ir hún við. 

„Þetta mál er samt þess eðlis að það er ekki hægt annað en að taka af­stöðu með mannúðinni, með rétt­ind­um barna á flótta sem hér hafa fest ræt­ur og myndað tengsl. Og taka af­stöðu gegn því að ís­lensk yf­ir­völd vísi á brott börn­um og barna­fjöl­skyld­um. Á þeim þrem­ur árum sem VG hef­ur setið í rík­is­stjórn hef­ur lítið sem ekk­ert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í mál­efn­um inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda eða að fylgja mannúðarsjón­ar­miðum í mála­flokkn­um, sem er þó það sem rík­is­stjórn­in lofaði. Það er mjög miður.

Sem vara­formaður flótta­manna­nefnd­ar Evr­ópuráðsþings­ins hef ég feng­ist mikið við mál­efni fólks á flótta og sér­stak­lega mála sem varða barna á flótta sem ég hef unnið öt­ul­lega að. Í því ljósi finnst mér þessi stefnu­breyt­ing og aðgerðal­eysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar sér­stak­lega dap­ur­leg og bera vitni um af­stöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þess­um mála­flokki hef­ur verið hingað til og langt frá því sem við bár­um fram bæði í stjórn­ar­and­stöðu og fyr­ir kosn­ing­ar.

Ég óska fyrr­um fé­lög­um mín­um í VG góðs geng­is.“

Upp­fært kl 14:49: Þing­flokk­ur Vinstri grænna hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu vegna máls­ins og er hún eft­ir­far­andi: 

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir upp­lýsti þing­flokk Vinstri grænna í dag um þá ákvörðun sína að segja sig úr þing­flokkn­um. Rósa Björk hef­ur verið þingmaður VG frá 2016.

Þing­flokk­ur VG þakk­ar Rósu Björk sam­starfið und­an­far­in ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert