Ein stærsta áskorun samfélagsins

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég tel að þetta sé ein stærsta áskor­un sam­fé­lags­ins í dag,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra. Mun fleiri kon­ur en karl­ar eru við nám í tveim­ur af þrem­ur stærstu há­skól­um lands­ins í vet­ur. Þróun í þessa átt hef­ur vakið at­hygli á síðustu árum og bregðast þarf við, að mati ráðherra.

Í Há­skóla Íslands stunda ríf­lega níu þúsund manns nám á grunn­stigi og eru um tveir þriðju hlut­ar þeirra kon­ur en aðeins rétt ríf­lega þriðjung­ur karl­ar. Þegar horft er til fram­halds­náms eru yfir fimm þúsund nem­ar skráðir og aðeins ríf­lega fjórðung­ur karl­kyns.

Í Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri var um fjórðung­ur nem­enda karl­ar á síðasta skóla­ári en ekki liggja fyr­ir nýj­ar töl­ur að sögn Eyj­ólfs Guðmunds­son­ar rektors. Hann seg­ir að kynja­skipt­ing meðal ný­nema gefi ekki annað til kynna en að svipað hlut­fall verði í skól­an­um þetta árið.

Í Há­skól­an­um í Reykja­vík eru hins veg­ar fleiri karl­ar en kon­ur og hef­ur hlut­fall karla auk­ist lít­il­lega á milli ára. Fram kom í Morg­un­blaðinu á dög­un­um að mik­il ásókn væri meðal Íslend­inga í lækna­nám í Slóvakíu en 70% ís­lenskra ný­nema þetta árið eru kon­ur.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Lilja að nú sé á loka­metr­un­um vinna við mennta­stefnu til árs­ins 2030.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert