Ein stærsta áskorun samfélagsins

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég tel að þetta sé ein stærsta áskorun samfélagsins í dag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Mun fleiri konur en karlar eru við nám í tveimur af þremur stærstu háskólum landsins í vetur. Þróun í þessa átt hefur vakið athygli á síðustu árum og bregðast þarf við, að mati ráðherra.

Í Háskóla Íslands stunda ríflega níu þúsund manns nám á grunnstigi og eru um tveir þriðju hlutar þeirra konur en aðeins rétt ríflega þriðjungur karlar. Þegar horft er til framhaldsnáms eru yfir fimm þúsund nemar skráðir og aðeins ríflega fjórðungur karlkyns.

Í Háskólanum á Akureyri var um fjórðungur nemenda karlar á síðasta skólaári en ekki liggja fyrir nýjar tölur að sögn Eyjólfs Guðmundssonar rektors. Hann segir að kynjaskipting meðal nýnema gefi ekki annað til kynna en að svipað hlutfall verði í skólanum þetta árið.

Í Háskólanum í Reykjavík eru hins vegar fleiri karlar en konur og hefur hlutfall karla aukist lítillega á milli ára. Fram kom í Morgunblaðinu á dögunum að mikil ásókn væri meðal Íslendinga í læknanám í Slóvakíu en 70% íslenskra nýnema þetta árið eru konur.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að nú sé á lokametrunum vinna við menntastefnu til ársins 2030.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka