Fylgst með opnum og lokuðum stöðum

Lögregluþjónar sinna eftirliti í miðbæ Reykjavíkur.
Lögregluþjónar sinna eftirliti í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Lögreglan

Veit­inga­húsa­eft­ir­lit verður í aukn­um for­gangi um helg­ina að sögn Ásgeirs Ásgeirs­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns. Verk­efnið er tvíþætt. Ann­ars veg­ar þarf að fylgja eft­ir að þær lok­an­ir, sem boðaðar voru í morg­un vegna þeirra Covid-19 smita sem hafa greinst á und­an­förn­um dög­um, verði virt­ar.

Hins veg­ar þarf að fylgj­ast með því að regl­ur um ná­lægðarmörk og sótt­varn­ir séu virt­ar á þeim stöðum sem ennþá eru opn­ir, veit­inga­stöðum og kaffi­hús­um.

Verk­efnið er um­tals­vert en lok­an­irn­ar ná til kráa og skemmti­staða í Reykja­vík, Mos­fells­bæ, Hafn­ar­f­irði, Garðabæ, Kópa­vogi, Kjós­ar­hreppi og á Seltjarn­ar­nesi.

All­ar stöðvar taka þátt

„Við setj­um mik­inn þunga í það út­frá þess­um hags­mun­um sem við erum að reyna að vernda. Við erum að reyna að stoppa út­breiðslu þessa stóra hópsmits sem er komið af stað,“ út­skýr­ir Ásgeir en all­ar lög­reglu­stöðvar á höfuðborg­ar­svæðinu taka þátt í eft­ir­lit­inu.

„Ég held að þetta eigi að vera um 50 eða 60 staðir sem eiga að vera lokaðir um helg­ina af 200. Í versta falli ef það er ein­hver vafi þá skoðum við leyfið því leyfið á að hanga á áber­andi stað við inn­gang,“ seg­ir Ásgeir en hann býst þó ekki við að kalla þurfi út auka­mann­skap vegna þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert