Allir voru með lokað og sóttvarnir til fyrirmyndar

Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Vitjaði lögregla á sjötta tug samkomustaða um borgina alla. Allir skemmtistaðir og krár, sem kannað var með, voru með lokað í samræmi við núgildandi reglur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar segir einnig, að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregla kom við á. Fáir voru á stöðum miðbæjarins og engin brot á reglum eru til rannsóknar eftir kvöldið.

Þá segir lögreglan frá því, að farið hafi verið á fimmtán staði í Hafnarfirði á milli kl. 19 og 23 en þeir staðir sem áttu að vera lokaðir vegna sóttvarnareglna voru lokaðir. Aðrir virtu sóttvarnareglur og fjöldatakmarkanir á stöðum með glæsibrag, að því er lögreglan greinir frá. 

Þá segir lögreglan frá því að kl. 21:45 í gærkvöldi hafi verið tilkynnt um slys við Þjóðleikhúsið. Þar féll eldri kona í tröppum utandyra og hlaut hún m.a. áverka á höfði. Lögregla og sjúkrabifreið fóru á vettvang og var konan flutt á slysadeild aðhlynningar. Kvartaði um verk í höfði og hné.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert