Stjórnvöld fara yfir stöðuna á morgun

Katrín segir að vöxtur veirunnar sé áhyggjuefni.
Katrín segir að vöxtur veirunnar sé áhyggjuefni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun verður tekin afstaða til þess hvort ráðist verði í hertar sóttvarnaaðgerðir vegna faraldursins, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Sú umfangsmikla smitrakning sem stendur nú yfir muni gefa skýrari mynd af útbreiðslu faraldursins á morgun.

Katrín hefur verið í sambandi við heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni í dag vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar.

„Ég vænti þess að við munum fara yfir stöðuna á okkar vegum á morgun, þegar við höfum fengið gögn, og meta þá hvort ástæða sé til þess að herða aðgerðir enn frekar. Það mun ráðast töluvert af þeirri rakningu sem stendur nú yfir,“ segir Katrín.

Vöxturinn áhyggjuefni

„Þessi vöxtur er auðvitað mikið áhyggjuefni. Það er rík ástæða til þess að hvetja fólk til að gæta vel að sóttvörnum. Grímunotkun er vaxandi og fólk er að passa sig, enda sýna þessar tölur hversu bráðsmitandi veiran er,“ segir Katrín.

Í gær greind­ust 75 ný inn­an­lands­smit en aðeins sjö sinn­um hafa fleiri smit greinst á ein­um degi frá upp­hafi far­ald­urs­ins og ekki fleiri á ein­um degi síðan 1. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert