Lögreglan stöðvaði fjölmennt unglingasamkvæmi

Lögreglan stöðvaði í nótt fjölmennt eftirlitslaust unglingasamkvæmi í Kópavogi.
Lögreglan stöðvaði í nótt fjölmennt eftirlitslaust unglingasamkvæmi í Kópavogi. Ljósmynd/Lögreglan

Lög­regl­an stöðvaði eft­ir­lits­laust ung­linga­sam­kvæmi í Kópa­vogi á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi. Sam­tals voru um 20 manns fyr­ir utan húsið og eft­ir að í ljós kom að eng­inn full­orðinn var á staðnum og ekki náðist í föður hús­ráðanda voru all­ir gest­ir rekn­ir út, sam­tals 62 ung­ling­ar.

Í dag­bók lög­reglu seg­ir að ætt­ingi hafi komið á vett­vang og tekið að sér hús­ráðanda og aðstoðað við að loka hús­inu. Var til­kynn­ing send til Barna­vernd­ar vegna máls­ins.

Tvö inn­brot eða til­raun­ir til inn­brots í fyr­ir­tæki voru einnig til­kynnt í nótt. Annað var á þriðja tím­an­um í fata­versl­un. Þar brutu tveir aðilar rúðu, fóru inn og stálu fatnaði. Í hinu til­fell­inu var ör­ygg­is­gler í hurð brotið og reynt að kom­ast inn. Hins veg­ar tókst það ekki, en á eft­ir­lits­mynda­vél sést til tveggja grímu­klæddra ein­stak­linga brjóta glerið.

Lög­regl­an hafði í nótt einnig af­skipti af fjölda ölv­un­ar- og fíkni­efna­akst­urs­mál­um eða mál­um þar sem viðkom­andi hef­ur verið svipt­ur öku­rétt­ind­um. Sam­tals var um að ræða ell­efu mál, meðal ann­ars eitt til­vik þar sem keyrt hafði verið á grind­verk, en ökumaður og farþegi yf­ir­gáfu vett­vang. Fund­ust þeir skömmu síðar og voru hand­tekn­ir, en ökumaður­inn er grunaður um ölv­un við akst­ur og ít­rekaðan akst­ur án gildra öku­rétt­inda.

Í Hafnar­f­irði var ökumaður svo stöðvaður, en hann reynd­ist vera svipt­ur öku­rétt­ind­um og bif­reiðin með röng skrán­ing­ar­núm­er. Var hann kærður fyr­ir skjalafals.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert