Nota gröfu við hreinsistarf á Eiðsgranda

Grafa var send á vettvang strax í morgun til að …
Grafa var send á vettvang strax í morgun til að hreinsa grjót og torf af stígunum við Eiðsgranda. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru komnir langt með að hreinsa til á götu og göngu- og hjólastíg við Eiðsgranda eftir mikinn sjógang í gær þar sem stórum steinum skolaði vel upp á land og sjórinn reif upp nýlagt torf. Einhverjar skemmdir eru á göngustígnum, en gangandi og hjólandi létu það ekki á sig fá eftir að grafa hafði verið notuð til að hreinsa það mesta frá.

Gangandi vegfarendur létu veðrið og ástandið á stígunum lítið á …
Gangandi vegfarendur létu veðrið og ástandið á stígunum lítið á sig fá. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
Búið var að grófhreinsa göngustíginn, sem er nær sjónum, en …
Búið var að grófhreinsa göngustíginn, sem er nær sjónum, en þar var mikið af meðalstóru grjóti. Á hjólastígnum, sem sjá má hér fyrir miðju, var hins vegar mikið af minna grjóti, torfi og öðrum óhreinindum. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þegar ljósmyndari mbl.is átti leið hjá nú á ellefta tímanum var búið að grófhreinsa göngustíginn og var unnið á gröfu að gera hið sama við hjólastíginn. Enn er þó töluverð vinna eftir við að ganga frá steinum og torfi, auk þess sem Þorgrímur Hallgrímsson, rekstrarstjóri hverfisstöðvarinnar við Fiskislóð, sagði mbl.is fyrr í dag að búast mætti við töluverðum sjógangi á ný í kvöld og nótt, en búist er við svipuðu veðri sem og hárri sjávarstöðu.

Hjólreiðamenn á ferð í morgun. Hægra meginn má sjá hluta …
Hjólreiðamenn á ferð í morgun. Hægra meginn má sjá hluta skemmda sem urðu á göngustígnum eftir sjóganginn. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert