Sigríður: „Talsvert eftirlit í gangi“

Sigríður segir að lögreglan hafi talsvert eftirlit með því að …
Sigríður segir að lögreglan hafi talsvert eftirlit með því að sóttvarnarreglum sé fylgt. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að talsvert eftirlit væri í gangi, spurð hvort nægt eftirlit væri með ferðamönnum sem færu á svig við reglur um sóttkví.

„Það er talsvert eftirlit í gangi, lögregluliðin eru á tánum og sinna þessu eftirliti vel. Við fáum líka margar ábendingar frá almenningi og rekstraraðilum og þeim er fylgt eftir. Ég myndi segja að þessir hlutir væru í ágætismálum hjá okkur,“ sagði Sigríður.

Á upplýsingafundi almannavarna kom fram að um helmingur smitanna tengdist skemmtistöðum en fleiri greindust úti á landi nú en áður. Þó væri vandséð að tilefni væri til hertra sóttvarnaaðgerða enn sem komið er. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka