Sigríður: „Talsvert eftirlit í gangi“

Sigríður segir að lögreglan hafi talsvert eftirlit með því að …
Sigríður segir að lögreglan hafi talsvert eftirlit með því að sóttvarnarreglum sé fylgt. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri sagði á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag að tals­vert eft­ir­lit væri í gangi, spurð hvort nægt eft­ir­lit væri með ferðamönn­um sem færu á svig við regl­ur um sótt­kví.

„Það er tals­vert eft­ir­lit í gangi, lög­regluliðin eru á tán­um og sinna þessu eft­ir­liti vel. Við fáum líka marg­ar ábend­ing­ar frá al­menn­ingi og rekstr­araðilum og þeim er fylgt eft­ir. Ég myndi segja að þess­ir hlut­ir væru í ágæt­is­mál­um hjá okk­ur,“ sagði Sig­ríður.

Á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna kom fram að um helm­ing­ur smit­anna tengd­ist skemmtistöðum en fleiri greind­ust úti á landi nú en áður. Þó væri vand­séð að til­efni væri til hertra sótt­varnaaðgerða enn sem komið er. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka