Katrín og Svandís ekki á fundi vegna veikinda

Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra mættu ekki á rík­is­stjórn­ar­fund sem hófst í morg­un vegna veik­inda. Í stað Katrín­ar tók Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við stjórn fund­ar­ins. 

Að sögn Ró­berts Mars­hall, upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, er Katrín núna í skimun en hann hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um hvenær Svandís fer í skimun. Vís­ir greindi fyrst frá mál­inu. 

„Það eru mjög litl­ar lík­ur á því að hún sé með Covid-19. Hún hef­ur ekki verið út­sett fyr­ir smiti síðustu daga,“ seg­ir Ró­bert um Katrínu sem fann fyr­ir slapp­leika síðdeg­is í gær.

Ró­bert seg­ir að um sé að ræða ör­ygg­is­ráðstöf­un í sam­ræmi við til­mæli sótt­varn­ar­yf­ir­valda um að ef fólk finn­ur fyr­ir ein­kenn­um skuli það halda sig fjarri öðru fólki og bóka tíma í skimun.

Ef svo reyn­ist að ráðherr­arn­ir séu smitaðir munu þeir fara í ein­angr­un og eft­ir því sem heilsa og aðstæður leyfa taka þátt í sín­um störf­um með fjar­fund­ar­búnaði, að sögn Ró­berts. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert