10% fjölskyldna á Íslandi eiga 44%

Eig­in­fjárstaða, eða eigið fé fjöl­skyldna, held­ur áfram að styrkj­ast og var eigið fé sam­tals um 5.176 millj­arðar króna árið 2019 sem er aukn­ing um 9,1% á milli ára. Þó er það minni hækk­un en síðustu ár að und­an­skildu ár­inu 2013. Eign­ir aukast meira en skuld­ir eða um 8,6% á meðan skuld­ir aukast um 7,3%.

Þetta kem­ur fram á vef Hag­stof­unn­ar. 

Heild­ar­eign­ir juk­ust um 8,6% á milli ár­anna 2018 og 2019 eða úr 6.855 millj­örðum króna í 7.442 millj­arða króna. Eign­ir telj­ast sem all­ar eign­ir fjöl­skyldu, þar með talið fast­eign­ir, öku­tæki, inni­stæður í bönk­um og verðbréf. Verðmæti fast­eigna miðast við fast­eigna­mat og hluta­bréf eru á nafn­v­irði að sögn Hag­stof­unn­ar. 

10% eiga 3.200 millj­arða

„Árið 2019 var hlut­ur fast­eigna af heild­ar­eign­um fjöl­skyldu um 75,9%, öku­tækja 4,3%, bankainni­stæðna 11,1% og verðbréfa 7,5% og voru litl­ar breyt­ing­ar frá fyrra ári. Eign­ir fjöl­skyldna í hæstu tí­und eigna námu 3.267 millj­örðum króna eða um 43,9% af heild­ar­eign­um sem er nán­ast sama hlut­fall og árið 2018 (44,6%).

Heild­ar­skuld­ir töldu 2.266 millj­arða króna í árs­lok 2019 sem er aukn­ing um 7,3% frá fyrra ári. Skuld­ir eru skil­greind­ar sem all­ar skuld­ir eða heild­ar­skuld­ir fjöl­skyldu og falla þar und­ir fast­eigna­skuld­ir, öku­tækjalán, náms­lán, yf­ir­drátt­ar­lán og kred­it­kortalán. Skuld­ir hjóna með börn juk­ust um 7,9% og ein­stæðra for­eldra um 7,6%. Skuld­ir hjóna án barna juk­ust um 6,3% og skuld­ir ein­stak­linga um 7,4%. Sam­an­lagðar skuld­ir fjöl­skyldna í hæstu skulda­tí­und námu 882 millj­örðum króna eða um 38,9% heild­ar­skulda,“ seg­ir á vef Hag­stof­unn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert